Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. Logi fæddist í september árið 1981 og verður hann því tæplega 43 ára gamall þegar samningurinn rennur út.
Á síðasta leiktímabili lyfti Logi deildarmeistaratitlinum með Njarðvík en þá spilaði hann 24 leiki þar sem hann skoraði 8,3 stig að meðaltali, gaf 1,5 stoðsendingar og tók 1,9 fráköst á hvern leik.
Njarðvíkingar stefna á að kveðja Ljónagryfjuna eftir næsta tímabil og flytja í nýja aðstöðu í Innri Njarðvík og mun fyrirliðinn því leiða liðið í gegnum þær breytingar.