Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 07:46 Ítalarnir skildu eftir sig ljót för á Kverkfjallaleið. Þórhallur Þorsteinsson Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan: Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan:
Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira