Efins um sviptingar þrátt fyrir Íslandsmet í haldlagningu á kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 11:39 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsóknina unna með Lögreglunni á Suðurnesjum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra auk þess sem erlend lögregluyfirvöld hafi lagt hönd á plóg. vísir/arnar Yfirlögregluþjónn efast um að haldlagning á um hundrað kílóum af kókaíni hafi áhrif á íslenskan fíkniefnamarkað. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins. „Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25