Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA eru með tvö -til þrefalt hærri mánaðarlaun en talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiða framkvæmdastjóra sínum hæstu mánaðarlaunin af þeim hagsmunasamtökum sem Frjáls verslun ber saman í nýju tekjublaði eða um 3,9 á mánuði. Talsmenn atvinnulífsins með um fjórar milljónir Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru með svipaðar mánaðartekjur eða um 3,8 milljónir króna. Í Tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur fram að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir og greiðslur í lífeyrissjóði séu hins vegar ekki inn í þessum tölum Forusta verkalýðsfélaga á lægri launum Sá forystumaður í verkalýðs-eða stéttarfélögum sem kemst næst þessum launum er með ríflega tvöfalt lægri mánaðarlaun en það er formaður félags skipstjórnarmanna sem hefur um 1,8 milljón króna í mánaðarlaun. Formaður VR er einnig með um 1,8 milljón króna á mánuði. Formaður Samiðnar er með svipuð laun. Formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður Sjómannasambandsins eru með um 1,6 milljónir á mánuði. Formaður Eflingar var með tæplega ellefu hundruð þúsund í tekjur á mánuði í fyrra en hún lét að störfum í október það ár. Það eru þessir aðilar sem mætast meðal annars við næstu kjarasamninga nú í haust. Ekki tímabært að tjá sig um svigrúm til launahækkana Í fréttum okkar í gær kom fram hjá Stefáni Ólafssyni sérfræðingi hjá Eflingu að í komandi kjaraviðræðum yrði svigrúm til 13,8 prósenta hækkunar á lægstu launum. Þá benti hann á að verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vildi ekki tjá sig um þessi ummæli þegar fréttastofa bar þau undir hann í morgun. Verkalýðshreyfingin sé ekki komin fram með kröfugerð og því ekki tímabært að tjá sig.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Félagasamtök Tekjur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði. 22. júní 2022 13:07
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent