Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 19:30 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar er með þrjár komma tvær milljónir á mánuði, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinner er með tæpar fimm. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna (fyrir miðju) kallar eftir útskýringum á slíkum launum hjá stjórnum fyrirtækjanna. Vísir Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera. Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera.
Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent