Til stendur að vinna efni úr heilu fjalli í Þrengslunum og flytja það úr landi frá Þorlákshöfn. Bæjarfulltrúi segir þungaflutninga sem fylgdu þessu vera þrisvar sinnum meiri en þá sem hefur verið fjallað um í tengslum við efnistöku á Mýrdalssandi.
Við rýnum einnig í tekjur stjórnenda lágvöruverðsverslana sem formaður Neytendasamtakanna segir himinháar og kíkjum á opnun nýrrar mathallar á Hafnartorgi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.