Ellefu leikja bann og sektaður um 700 milljónir fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 23:00 Deshaun Watson þarf að greiða tæpar 700 milljónir króna í sekt vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í ellefu leikja launalaust bann af deildinni. Þá hefur deildin einnig sektað Watson um fimm milljónir dollara, eða rétt tæplega 700 milljónir íslenskra króna. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram. NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram.
NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira