Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Björn Már Ólafsson skrifar 19. ágúst 2022 09:01 Khvicha Kvaratskhelia, Maradona Kákasusfjallanna, tók vinsælasta fagnið í dag. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. Ríkjandi Ítalíumeistarar AC Milan léku opnunarleikinn á troðfullum Stadio San Siro. Andstæðingurinn var Udinese sem er að hefja sitt 27. Tímabil í röð í efstu deild undir stjórn Pozzo-fjölskyldunnar. Það verður að tefjast afrek fyrir félag af þeirri stærðargráðu. Áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð. AC Milan vann að lokum 4-2 eftir að hafa þó lent undir snemma leiks og átt í basli með spræka sóknarlínu Udinese, leidda af sí-ungum Gerard Deloufeu. Hetjur AC Milan í leiknum voru óvæntar. Ekki voru margir sem sáu fyrir að þeir félagar Ante Rebic og Brahim Diaz myndu byrja leikinn en sérstaklega sá síðarnefndi átti ekki sitt besta tímabil í fyrra. En þeir voru tveir bestu leikmenn vallarins og sýna að rauðsvarta liðið frá Mílanóborg er með breidd í framlínunni. Jose Mourinho og lærisveinar hans hjá Roma unnu sannfærandi 0-1 sigur á Salernitana. Það er að segja eins sannfærandi og 0-1 sigrar geta orðið. Sókn Roma sem samanstóð af hinu ógnarsterka tridente Tammy Abraham, Paulo Dybala og Nicolo Zaniolo var spræk en skotskórnir urðu eftir í Rómarborg því inn vildi boltinn ekki nema einu sinni. José Mourinho byrjar á sigri.EPA-EFE/MASSIMO PICA Mourinho er enn í leit að einum sóknarmanni í viðbót sem getur leyst af Tammy Abraham sem fremsti maður og líklegast er búið að finna þann sóknarmann í Andrea Belotti sem er samningslaus. Þá hafa ítalskir fjölmiðlar greint frá því að liðið sé að ræða við Nicolo Zaniolo um nýjan samning en hann hefur verið orðaður við Tottenham í sífellu í sumar. Nýr samningur ætti að gefa Rómverjum og Mourinho meiri vinnufrið á komandi vikum. Um næstu helgi fær Roma Cremonese í heimsókn. Allt annað en sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum væru mikil vonbrigði fyrir félagið. Bláa liðið frá Rómarborg lenti í miklu basli í sinni frumraun gegn Bologna á heimavelli. Tvær mínútur tók það nýjan markvörð liðsins að handleika knöttinn utan teigs og láta þar með reka sig af velli því það er bannað eins og flestir ættu að vita. En manni færri sýndi Lazioliðið sínar bestu hliðar. Hinn eftirsótti framherji Marko Arnautovic kom Bologna vissulega yfir eftir um hálftíma leik en skömmu fyrir leikhlé varð aftur vjafnt í liðum þegar varnarmaður Bologna,Adama Souaoro, hlaut annað gula spjald sitt á stuttum tíma. 10 gegn 10 var Lazio sterkari aðilinn og tókst að jafna áður en markahrókurinn Ciro Immobile skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Marko Arnautović hefur verið mikið í umræðunni nýverið.Antonietta Baldassarre/Getty Images Draumabyrjun fyrir Lazio, að undanskildum markverðinum og spurningin er hvort hann sé ekki strax dottinn niður í goggunarröðinni. Að sama skapi hlýtur Sinisa Mihajlovic að vera æfur út í sína lærisveina fyrir að hafa tapað leik þar sem liðið er manni fleiri frá annarri mínútu. Synir hinnar lauslátu Júlíu Margt hefur verið skrifað og skrafað um lið Napoli áður en tímabilið hófst. Gamla hryggjarstykki liðsins hefur verið skipt út fyrir yngra og óreyndara hryggjarstykki en ef marka má fyrsta leik liðsins í deildinni þá má búast við miklu frá Luciano Spalletti og lærisveinum hans. 5-2 urðu lokatölur þegar liðið heimsótti Hellas Verona og var sigurinn síst of stór. Nýi vinstri kantmaður liðsins sem á að taka við stöðunni af sjálfum Lorenzo Insigne stóð sig með prýði – Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia eða Kvaradona eins og La Gazzetta Dello Sport uppnefndi hann eftir mark og stoðsendingu í fyrsta leik. Sjálfur er ég hrifnari af viðurnefninu Maradona Kákasusfjallanna. Allir fjallgarðar verða að eiga sinn Maradona. Victor Osimhen fagnar gegn Hellas Verona.EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Mikill rígur er á milli stuðningsmanna Hellas Verona og Napoli, sem setur ætíð mikinn svip á einvígi liðanna. Ríginn má rekja nær fjörutíu ár aftur í tímann þegar stuðningsmenn Napoli mættu með risastóran borða á útileik þar sem stóð að Júlía væri lauslát kona sem hefði haldið framhjá Rómeó. Þar með réðust stuðningsmennirnir á einn heilagasta menningararf íbúa Verona, Rómeó og Júlíu, sígilda verk Shakespeares sem gerist í Verona. Stuðningsmenn Hellas Verona svöruðu fyrir sig nokkru síðar þar sem þeir mættu með borða þar sem stóð einfaldlega: Þið eruð synir Júlíu. Síðan hafa skeytasendingarnar stigmagnast með hverju árinu og náðu hámarki í nú í vor þegar stuðningsmenn Verona birtu borða þar sem óskað var eftir því að rússnesk og úkraínsk hernaðaryfirvöld myndu senda eins og eitt loftskeyti á heimavöll Napoli. Sumir vilja alltaf eiga síðasta orðið. Tvær íslenskar frumraunir í Serie A! Tveir Íslendingar þreyttu frumraun sína í ítölsku A deildinni um liðna helgi. Þar voru á ferðinni Þórir Jóhann Helgason sem lék um það bil hálftíma fyrir Lecce á Stadio Via Del Mare á Salento-skaganum, sem fékk stórlið Internazionale í heimsókn. Lecce þurfti að lúta í lægra haldi að lokum 2-1 þar sem Denzel Dumfries skoraði sigurmarkið fyrir gestina með síðustu snertingu leiksins. Þórir Jóhann Helgason lék sinn fyrsta leik í Serie A um helgina.abriele Maltinti/Getty Images Í La Spezia, hafnarborg skammt frá Íslendinganýlendunni Cinque Terre, lék Mikael Egill Ellertsson sínar fyrstu mínútur fyrir Spezia sem fékk Empoli í heimsókn. Spezia vann þar sterkan 1-0 sigur sem mun reynast liðinu dýrmætur í baráttunni sem framundan er. Gamla daman sigraði óreynda pilta Umferðinni lauk með einvígi Juventus og Sassuolo á mánudagskvöldið. Gamla daman er mætt til leiks með ansi breytt lið. Argentínumaðurinn Angel Di Maria á að styrkja sóknarleik liðsins og hann stóðst það próf með glæsibrag með bæði marki og stoðsendingu – og reyndar meiðslum sem munu halda honum frá næstu daga eða vikur. Þá er feykilega mikilvægt fyrir liðið að sóknarmaðurinn serbneski Dusan Vlahovic hafi varið vel af stað með tveimur mörkum. Búist er við miklu af Vlahovic á tímabilinu og hann sagðist sjálfur ekki ætla að láta sér nægja Ítalíumeistaratitilinn heldur vildi hann líka markakóngstitilinn. Það kallar maður að setja pressu á sjálfan sig. Juventus er til alls líklegt af þessi helst heill.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Sassuolo hefur misst marga leikmenn á undirbúningstímabilinu og það var ljóst að liðið var hálfvængbrotið og það sást langar leiðir að nokkrir nýir leikmenn inni á vellinum þekktu varla liðsfélaga sína í sjón. Íslendingahlátur og grátur í B deildinni Ekki fór aðeins fram umferð í A deildinni heldur fór B deildin einnig af stað um helgina þar sem við Íslendingar eigum enn fleiri fulltrúa. Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa fóru vel af stað með sigri á Íslendingaliðinu Venezia 2-1 þar sem Albert var valinn maður leiksins og átti glæsilega stoðsendingu. Belissimo pic.twitter.com/2xNOKGzDVb— Gummi Ben (@GummiBen) August 14, 2022 Genoa er með gríðarlega vel mannað lið og er stefnan þar sett á að komast beint upp úr B deildinni. Genoa er elsta knattspyrnufélag Ítalíu og á heima í deild hinna bestu. Hvorki Hilmir Rafn Mikaelsson né Bjarki Steinn Bjarkason komu við sögu hjá Venezia í leiknum, sá síðarnefndi vegna meiðsla. Hjörtur Hermansson lék svo allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Pisa sem heimsótti Cittadella í leik sem minnti frekar á flugeldasýningu en knattleik. Hjörtur varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og að lokum missti Pisa niður forystuna sína í uppbótatíma en Cittadella skoraði sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótatímans. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Ríkjandi Ítalíumeistarar AC Milan léku opnunarleikinn á troðfullum Stadio San Siro. Andstæðingurinn var Udinese sem er að hefja sitt 27. Tímabil í röð í efstu deild undir stjórn Pozzo-fjölskyldunnar. Það verður að tefjast afrek fyrir félag af þeirri stærðargráðu. Áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð. AC Milan vann að lokum 4-2 eftir að hafa þó lent undir snemma leiks og átt í basli með spræka sóknarlínu Udinese, leidda af sí-ungum Gerard Deloufeu. Hetjur AC Milan í leiknum voru óvæntar. Ekki voru margir sem sáu fyrir að þeir félagar Ante Rebic og Brahim Diaz myndu byrja leikinn en sérstaklega sá síðarnefndi átti ekki sitt besta tímabil í fyrra. En þeir voru tveir bestu leikmenn vallarins og sýna að rauðsvarta liðið frá Mílanóborg er með breidd í framlínunni. Jose Mourinho og lærisveinar hans hjá Roma unnu sannfærandi 0-1 sigur á Salernitana. Það er að segja eins sannfærandi og 0-1 sigrar geta orðið. Sókn Roma sem samanstóð af hinu ógnarsterka tridente Tammy Abraham, Paulo Dybala og Nicolo Zaniolo var spræk en skotskórnir urðu eftir í Rómarborg því inn vildi boltinn ekki nema einu sinni. José Mourinho byrjar á sigri.EPA-EFE/MASSIMO PICA Mourinho er enn í leit að einum sóknarmanni í viðbót sem getur leyst af Tammy Abraham sem fremsti maður og líklegast er búið að finna þann sóknarmann í Andrea Belotti sem er samningslaus. Þá hafa ítalskir fjölmiðlar greint frá því að liðið sé að ræða við Nicolo Zaniolo um nýjan samning en hann hefur verið orðaður við Tottenham í sífellu í sumar. Nýr samningur ætti að gefa Rómverjum og Mourinho meiri vinnufrið á komandi vikum. Um næstu helgi fær Roma Cremonese í heimsókn. Allt annað en sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum væru mikil vonbrigði fyrir félagið. Bláa liðið frá Rómarborg lenti í miklu basli í sinni frumraun gegn Bologna á heimavelli. Tvær mínútur tók það nýjan markvörð liðsins að handleika knöttinn utan teigs og láta þar með reka sig af velli því það er bannað eins og flestir ættu að vita. En manni færri sýndi Lazioliðið sínar bestu hliðar. Hinn eftirsótti framherji Marko Arnautovic kom Bologna vissulega yfir eftir um hálftíma leik en skömmu fyrir leikhlé varð aftur vjafnt í liðum þegar varnarmaður Bologna,Adama Souaoro, hlaut annað gula spjald sitt á stuttum tíma. 10 gegn 10 var Lazio sterkari aðilinn og tókst að jafna áður en markahrókurinn Ciro Immobile skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Marko Arnautović hefur verið mikið í umræðunni nýverið.Antonietta Baldassarre/Getty Images Draumabyrjun fyrir Lazio, að undanskildum markverðinum og spurningin er hvort hann sé ekki strax dottinn niður í goggunarröðinni. Að sama skapi hlýtur Sinisa Mihajlovic að vera æfur út í sína lærisveina fyrir að hafa tapað leik þar sem liðið er manni fleiri frá annarri mínútu. Synir hinnar lauslátu Júlíu Margt hefur verið skrifað og skrafað um lið Napoli áður en tímabilið hófst. Gamla hryggjarstykki liðsins hefur verið skipt út fyrir yngra og óreyndara hryggjarstykki en ef marka má fyrsta leik liðsins í deildinni þá má búast við miklu frá Luciano Spalletti og lærisveinum hans. 5-2 urðu lokatölur þegar liðið heimsótti Hellas Verona og var sigurinn síst of stór. Nýi vinstri kantmaður liðsins sem á að taka við stöðunni af sjálfum Lorenzo Insigne stóð sig með prýði – Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia eða Kvaradona eins og La Gazzetta Dello Sport uppnefndi hann eftir mark og stoðsendingu í fyrsta leik. Sjálfur er ég hrifnari af viðurnefninu Maradona Kákasusfjallanna. Allir fjallgarðar verða að eiga sinn Maradona. Victor Osimhen fagnar gegn Hellas Verona.EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Mikill rígur er á milli stuðningsmanna Hellas Verona og Napoli, sem setur ætíð mikinn svip á einvígi liðanna. Ríginn má rekja nær fjörutíu ár aftur í tímann þegar stuðningsmenn Napoli mættu með risastóran borða á útileik þar sem stóð að Júlía væri lauslát kona sem hefði haldið framhjá Rómeó. Þar með réðust stuðningsmennirnir á einn heilagasta menningararf íbúa Verona, Rómeó og Júlíu, sígilda verk Shakespeares sem gerist í Verona. Stuðningsmenn Hellas Verona svöruðu fyrir sig nokkru síðar þar sem þeir mættu með borða þar sem stóð einfaldlega: Þið eruð synir Júlíu. Síðan hafa skeytasendingarnar stigmagnast með hverju árinu og náðu hámarki í nú í vor þegar stuðningsmenn Verona birtu borða þar sem óskað var eftir því að rússnesk og úkraínsk hernaðaryfirvöld myndu senda eins og eitt loftskeyti á heimavöll Napoli. Sumir vilja alltaf eiga síðasta orðið. Tvær íslenskar frumraunir í Serie A! Tveir Íslendingar þreyttu frumraun sína í ítölsku A deildinni um liðna helgi. Þar voru á ferðinni Þórir Jóhann Helgason sem lék um það bil hálftíma fyrir Lecce á Stadio Via Del Mare á Salento-skaganum, sem fékk stórlið Internazionale í heimsókn. Lecce þurfti að lúta í lægra haldi að lokum 2-1 þar sem Denzel Dumfries skoraði sigurmarkið fyrir gestina með síðustu snertingu leiksins. Þórir Jóhann Helgason lék sinn fyrsta leik í Serie A um helgina.abriele Maltinti/Getty Images Í La Spezia, hafnarborg skammt frá Íslendinganýlendunni Cinque Terre, lék Mikael Egill Ellertsson sínar fyrstu mínútur fyrir Spezia sem fékk Empoli í heimsókn. Spezia vann þar sterkan 1-0 sigur sem mun reynast liðinu dýrmætur í baráttunni sem framundan er. Gamla daman sigraði óreynda pilta Umferðinni lauk með einvígi Juventus og Sassuolo á mánudagskvöldið. Gamla daman er mætt til leiks með ansi breytt lið. Argentínumaðurinn Angel Di Maria á að styrkja sóknarleik liðsins og hann stóðst það próf með glæsibrag með bæði marki og stoðsendingu – og reyndar meiðslum sem munu halda honum frá næstu daga eða vikur. Þá er feykilega mikilvægt fyrir liðið að sóknarmaðurinn serbneski Dusan Vlahovic hafi varið vel af stað með tveimur mörkum. Búist er við miklu af Vlahovic á tímabilinu og hann sagðist sjálfur ekki ætla að láta sér nægja Ítalíumeistaratitilinn heldur vildi hann líka markakóngstitilinn. Það kallar maður að setja pressu á sjálfan sig. Juventus er til alls líklegt af þessi helst heill.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Sassuolo hefur misst marga leikmenn á undirbúningstímabilinu og það var ljóst að liðið var hálfvængbrotið og það sást langar leiðir að nokkrir nýir leikmenn inni á vellinum þekktu varla liðsfélaga sína í sjón. Íslendingahlátur og grátur í B deildinni Ekki fór aðeins fram umferð í A deildinni heldur fór B deildin einnig af stað um helgina þar sem við Íslendingar eigum enn fleiri fulltrúa. Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa fóru vel af stað með sigri á Íslendingaliðinu Venezia 2-1 þar sem Albert var valinn maður leiksins og átti glæsilega stoðsendingu. Belissimo pic.twitter.com/2xNOKGzDVb— Gummi Ben (@GummiBen) August 14, 2022 Genoa er með gríðarlega vel mannað lið og er stefnan þar sett á að komast beint upp úr B deildinni. Genoa er elsta knattspyrnufélag Ítalíu og á heima í deild hinna bestu. Hvorki Hilmir Rafn Mikaelsson né Bjarki Steinn Bjarkason komu við sögu hjá Venezia í leiknum, sá síðarnefndi vegna meiðsla. Hjörtur Hermansson lék svo allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Pisa sem heimsótti Cittadella í leik sem minnti frekar á flugeldasýningu en knattleik. Hjörtur varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og að lokum missti Pisa niður forystuna sína í uppbótatíma en Cittadella skoraði sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótatímans. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira