Fylgist með þessum í vetur: Fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn 19. ágúst 2022 14:01 Leggið nafnið á minnið. Marco Canoniero/Getty Images Serie A, ítalska úrvalsdeildin í fótbolta, er farin á fleygiferð. Hér að neðan má finna þrjá leikmenn sem hlaðvarpið Punktur og basta telur að allt áhugafólk um ítalskan fótbolta ætti að fylgjast sérstaklega vel með í vetur. Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01