Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Ryan Giggs gæti átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Christopher Furlong/Getty Images Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira