Fótbolti

Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðfaðir fótboltans í FH, Jón Rúnar Halldórsson, vakir yfir söfnuði sínum á fundinum.
Guðfaðir fótboltans í FH, Jón Rúnar Halldórsson, vakir yfir söfnuði sínum á fundinum. vísir/sigurjón

FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu.

Þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson ásamt Davíð Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála, sátu fyrir svörum og héldu ræður.

Kjaftfullt var í Sjónarhóli á fundinum og enginn beygur í mönnum. Það á að þjappa sér saman og bjarga liðinu úr þeim ógöngum sem það hefur komið sér í.

Andri Már Eggertsson sat fundinn og ræddi við gallharða Gaflara en Eiður Smári gaf ekki kost á viðtali.

Innslagið frá fundinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Endurreisnarfundur FH-inga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×