Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2022 22:15 Fjölskyldur fórnarlamba ISIS-Bítlanna fögnuðu niðurstöðu dómarans í Virginíu í dag. Andrew Harnik/AP El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun. Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Elsheikh var í apríl sakfelldur fyrir gíslatöku, samsæri um að myrða bandaríska ríkisborgara og stuðning við hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Við ákvörðun refsingar í dag hlaut hann átta lífstíðarfangelsisdóma sem hann mun afplána samtímis án möguleika á reynslulausn. Bítlar Íslamska ríkisins, fjórir vígamenn ISIS frá Bretlandi sem hlutu viðurnefnið vegna bresks hreims þeirra, hrepptu blaðamennina James Foley og Steven Sotloff og mannúðarstarfsmennina Kayla Mueller og Peter Kassig í gíslingu og myrtu fyrir átta árum. Þeir stóðu jafnframt að pyndingum og morðum fjölda vestrænna gísla samtakanna og notuðu upptökur af ódæðunum í alræmd áróðursmyndbönd Íslamska ríkisins. Elsheik er þekktasti vígamaður Íslamska ríkisins sem hlotið hefur dóm í Bandaríkjunum ásamt sambítli sínum Alexanda Kotey, sem hlaut lífstíðardóm í apríl síðastliðnum. Dómarinn sem dæmdi hann sagði brot hans hræðileg, villimannsleg, grimmileg og glæpsamleg þegar hann kvað upp dóminn. Elsheikh, til hægri, og Kotey hafa verið í haldi Bandaríkjamanna síðan í október árið 2019.Hussein Malla/AP Elsheikh sjálfur tjáði sig ekki neitt við réttarhöldin. Hann hefur í raun ekkert tjáð sig síðan hann var handsamaður fyrir utan að biðja um að verða ekki sendur í hámarksöryggisfangelsið ADX í Colorado. Þar eru fangar almennt látnir dúsa í einangrun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10 Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45 Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30 Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00 Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. 8. október 2020 10:10
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56
Bítlar ISIS í haldi Bandaríkjanna Tveir breskir vígamenn Íslamska ríkisins sem kallaðir hafa verið "Bítlarnir“ eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Þeir hafa verið fluttir úr haldi sýrlenskra Kúrda vegna innrásar Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands. 9. október 2019 23:45
Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. 10. október 2019 22:30
Mennirnir sem enginn vill fá heim Yfirvöld vestrænna ríkja vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að vígamenn laumi sér aftur heim og þá er heldur ekki vilji til að sækja þá vígamenn sem hafa verið handteknir. 3. ágúst 2018 09:00
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55