Talar sex tungumál í Ólafsfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2022 09:03 Ida, segir mjög gott að búa í Ólafsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira