Eyjamenn sigruðu Ragnarsmótið og heimamenn tóku þriðja sætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 17:48 ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta. UMF Selfoss ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta sem fór fram á Selfossi í vikunni, en leikið var til úrslita í dag. Eyjamenn mættu Aftureldingu í úrslitum og unnu öruggan 13 marka sigur, 35-22. Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk. Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk.
Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða