Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 07:00 Stuðningsmenn Tottenham ættu að vera orðnir vanir þvi að sjá Harry Kane fagna mörkum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira