Sjáðu heitasta leikmann deildarinnar skora þrjú og unga hetju tryggja ÍA sigur Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 09:01 Nökkvi Þeyr Þórisson glaðbeittur eftir eitt af mörkum sínum í Garðabæ í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir sigur í Garðabæ og ÍA dró ÍBV niður í fallbaráttuna í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann