Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United fyrir rúmri viku þegar liðið fékk slæma útreið gegn Brentford. Getty/Sebastian Frej Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz. Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz.
Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira