Líðan mannsins eftir atvikum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 15:24 Rannsókn lögreglu á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag. Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Í gærmorgun barst lögreglunni á Blönduósi tilkynning um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi í bænum. Um er að ræða hjón á sextugsaldri sem karlmaður hafði skotið á meðan þau sváfu. Konan er látin en maðurinn liggur særður á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í gær að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan mun hafa verið að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést. Syninum og unnustu hans var verið sleppt úr haldi lögreglu í gær. Fram kom að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi árásarmaðurinn sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. Þá segir í tilkynningunni að líðan mannsins sem liggur inni á sjúkrahúsi fari eftir atvikum en ljóst sé að áverkar hans séu alvarlegir. Lögreglan segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu og hefur ekki viljað svara spurningum tengdum málinu í dag.
Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47