„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 21:48 Óskar hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn á Fram í dag Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. „Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15