„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 15:12 Lögreglan stöðvaði málningamótmæli SUS til stuðnings Úkraínu og á myndbandi heyrist í lögregluþjóni kalla mótmælin sorgleg. Twitter/Garðar Árni Garðarsson Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu en þrjátíu og eitt ár eru síðan Úkraína lýstu yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum þennan dag árið 1991. Úkraínu til stuðnings héldu nokkrir ungir og vaskir sjálfstæðismenn með bláar og gular málningarfötur að rússneska sendiráðinu þar sem þeir höfðu í hyggju að mála úkraínska fánann á stétt þar fyrir utan. Mótmælin lifðu skammt enda var sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt öðrum óbreyttum lögregluþjónum, mætt til að stöðva mótmælin. Sorglegt? Á myndbandi heyrist í einum lögregluþjóni segja mótmælin sorgleg. „Er þetta sorglegt?,“ spyr Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður SUS og aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Æ þetta er bara svo kjánalegt,“ svarar lögregluþjónninn um hæl. „Það er stríð í Evrópu, þjóðhátíðardagur Úkraínu á morgun,“ segir Steinar en lögreglumaður grípur fram í og virðist biðja hann um að láta ekki eins og hann sé ekki á móti stríðinu. Umrætt myndband birti Garðar Árni Garðarson, ritari SUS á Twitter, en myndbandinu hefur nú verið eytt. Sérsveit með skoðanir „Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt?,“ spyr Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata á Twitter. Var virkilega þörf á sérsveitinni til að stöðva friðsamleg mótmæli? Þurfti virkilega sérþjálfaða lögreglumenn með byssur til að stöðva nokkra jakkafataklædda hægrimenn undir 35 frá því að mála á gangstétt? pic.twitter.com/I3Ps09tOt5— Lenya Rún (@Lenyarun) August 24, 2022 Pétur Marteinn Urbancic, forseti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík tekur í sama streng: Þetta finnst mér alveg helsjúkt. Að senda sérsveitina til að stöðva táknræn og friðsamleg mótmæli ungliðahreyfingar. Hvorki í takt við meðalhóf né það sem maður tengir við heilbrigð lýðræðisríki. @ungirxd fá kudos frá mér.https://t.co/lzCOWhd2qX— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 24, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang. „Sérsveit mannar bíl á höfuðborgarsvæðinu og sinna þeim verkefnum sem miðstöðin úthlutar þeim. Ef þeir eru næsti bíll þá eru þeir næsti bíll. Þeir eru kannski ekki kallaðir út vegna hnupls í Kringlunni en þeir voru bara kallaðir út þarna.“ Varðandi ummæli lögregluþjónsins sem kallar mótmælin kjánaleg segir Ásgeir erfitt að svara fyrir það. „Við erum persónur en einnig embættismenn. Við erum með skuldbindingar sem ríkið tekur að sér vegna öryggis erlendra sendiráða. Við lögreglumenn getum auðvitað ekki valið lög og reglur til að framfylgja hverju sinni, sama hvað okkur finnst um það sem persónur og sama hvað okkur finnst um stríðið í Úkraínu.“ Er þá ekki einmitt einkennilegt að kalla mótmælin sorgleg og kjánaleg? „Ég veit auðvitað ekki hvað þessi tiltekni lögreglumaður sagði og við hvaða aðstæður. Kannski hefur hann bara átt við um stríðið en ég get ekki svarað fyrir þessi ummæli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Lögreglumál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira