Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 16:06 Vafi leikur á hvort dauða John McAfee bar að með saknæmum hætti eða ekki eða hvort hann sé yfir höfuð dáinn. Getty/Jose GOITIA Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05