Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“ Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“
Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43