Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Snorri Einarsson yfirlæknir á Livio segir nóg hafa verið að gera undanfarið. Vísir/Sigurjón Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent