Börkur tekur við rektorsstöðunni af Friðriki Þór Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 07:51 Börkur Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson mun taka við rektorsstöðunni Friðriki Þór Friðrikssyni við Kvikmyndaskóla Íslands þann 1. september næstkomandi og gegna henni þar til að nýr rektor verður ráðinn. Frá þessu er sagt í tilkynningu þar sem fram kemur að Friðrik Þór hafi verið rektor skólans síðastliðin fimm ár. „Friðrik Þór hefur á þessum tímabili leitt stórstígar og margvíslegar framfarir. Skólinn flutti í nýtt framtíðarhúsnæði að Suðurlandsbraut 18 með frábærri aðstöðu fyrir allt skólahald. Árangur útskriftarmynda síðastliðin ár hefur verið mjög góður með fjölda viðurkenninga víðsvegar um heiminn og útskrifaðir nemendur hafa sett mark sitt á stórfellda uppbyggingu kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarhér á landi. Ein stærsta viðurkenningin var þegar hinn heimsfrægi Julliard listaskóli í New York óskaði eftir samstarfi við Kvikmyndaskólann um gerð kvikmyndatónlistar við valdar útskriftarmyndir. Frá árinu 2020 hefur verið unnið að yfirfærslu skólans á háskólastig og nú í haust hefur skólinn hafið störf sem fullburða rannsóknarháskóli. Friðrik Þór er ennþá virkur í kvikmyndaframleiðslu og hyggst snúa sér að fullum krafti að kvikmyndagerð. Frá skólasetningunni.Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson fagstjóri í Deild 3 hefur verið settur rektor frá 1. september til 1. janúar. Auglýsing um nýjan rektor verður birt á evrópska efnahagssvæðinu um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ráðningu verði lokið 10. nóvember og að nýr rektor hefji störf á vormisseri. Börkur Gunnarsson er menntaður í kvikmyndagerð frá hinum virta FAMU í Tékklandi, í tékknesku deildinni. Hann hefur að auki próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Börkur hefur verið mjög virkur bæði sem kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur síðastliðna áratugi. Hann hefur kennt reglulega við Kvikmyndaskólann í gegnum tíðina en frá árinu 2020 hefur hann verið fagstjóri í handritagerð þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44 Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Frá þessu er sagt í tilkynningu þar sem fram kemur að Friðrik Þór hafi verið rektor skólans síðastliðin fimm ár. „Friðrik Þór hefur á þessum tímabili leitt stórstígar og margvíslegar framfarir. Skólinn flutti í nýtt framtíðarhúsnæði að Suðurlandsbraut 18 með frábærri aðstöðu fyrir allt skólahald. Árangur útskriftarmynda síðastliðin ár hefur verið mjög góður með fjölda viðurkenninga víðsvegar um heiminn og útskrifaðir nemendur hafa sett mark sitt á stórfellda uppbyggingu kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarhér á landi. Ein stærsta viðurkenningin var þegar hinn heimsfrægi Julliard listaskóli í New York óskaði eftir samstarfi við Kvikmyndaskólann um gerð kvikmyndatónlistar við valdar útskriftarmyndir. Frá árinu 2020 hefur verið unnið að yfirfærslu skólans á háskólastig og nú í haust hefur skólinn hafið störf sem fullburða rannsóknarháskóli. Friðrik Þór er ennþá virkur í kvikmyndaframleiðslu og hyggst snúa sér að fullum krafti að kvikmyndagerð. Frá skólasetningunni.Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson fagstjóri í Deild 3 hefur verið settur rektor frá 1. september til 1. janúar. Auglýsing um nýjan rektor verður birt á evrópska efnahagssvæðinu um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ráðningu verði lokið 10. nóvember og að nýr rektor hefji störf á vormisseri. Börkur Gunnarsson er menntaður í kvikmyndagerð frá hinum virta FAMU í Tékklandi, í tékknesku deildinni. Hann hefur að auki próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Börkur hefur verið mjög virkur bæði sem kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur síðastliðna áratugi. Hann hefur kennt reglulega við Kvikmyndaskólann í gegnum tíðina en frá árinu 2020 hefur hann verið fagstjóri í handritagerð þar sem hann hefur náð mjög góðum árangri,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44 Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. 5. júlí 2022 11:44
Kvikmyndaskólinn flytur 600 metra Kvikmyndaskóli Íslands hyggst flytja starfsemi sína að Suðurlandsbraut 18 13. júlí 2020 10:31