Guardian greinir frá því að breyting hafi orðið á þessar birtingu en tölurnar sem birtar voru hafi allt í einu lækkað til muna. Þetta skýrist af því að áður hafi Google birt magn gróðurhúsalofttegunda sem dreifðust vegna flugsins en nú sé magn koltvísýrings aðeins sýnilegt. Breytingin hafi ekki verið tilkynnt áður en hún var gerð.
Í yfirlýsingu vegna málsins segir Google málið snúast um nákvæmni upplýsinga sem séu gefnar og sé verið að leita leiða og rannsókna til þess að varpa ljósi á allskonar breytur sem geti haft áhrif á útreikninga sem þessa.