Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:56 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent