„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 19:12 Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir eru forsvarsmenn nemendafélags FSu. Vísir/Steingrímur Dúi Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira