Handbolti

Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins í gær.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins í gær. Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26.

Sigvaldi var markahæsti maður vallarins með tíu mörk. Þar af komu tvö af vítalínunni. Janus var svo næst markahæsti maður Kolstad með fjögur mörk, en hann var einnig stoðsendingahæsti maður liðsins með sex stykki.

Janus og Sigvaldi komu því samtals með beinum hætti að 20 mörkum liðsins sem verður að teljast ansi gott.

Í liði Drammen leikur einnig Óskar Ólafsson, en hann skoraði tvö mörk fyrir gestina í gær.

Sigur Kolstad þýðir að liðið fer með tveggja marka forskot inn í síðari leik liðanna sem fer fram á heimavelli Drammen sunnudaginn 4. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×