Markið skoraði Hólmbert á 23. mínútu áður en Max Williamsen jafnaði leikinn á 54. mínútu. Hólmbert var í byrjunarliði Lillestrøm en fór af velli á 65 mínútu á meðan Brynjólfur Andersen Willumsson byrjaði á varamannabekk Kristiansund en var skipt inn á eftir 54. mínútna leik.
Eftir jafnteflið er Lillestrøm í 3. sæti deildarinnar með 41 stig á meðan Kristiansund er í neðsta sæti með sjö stig.
Markvörðurinn Patrik Gunnarsson var í byrjunarliði Viking sem fékk Brynjar Inga Bjarnason og liðsfélaga hans í Vålerenga í heimsókn. Brynjar byrjaði á meðal varamanna en kom inn á leikvöllinn á 90 mínútu í leik sem Vålerenga vann 1-2.
Vålerenga fer þar með í 33 stig og situr í 5. sæti á meðan Viking er einu sæti neðar með 29 stig.