United hefur verið að eltast við þennan leikmann í töluverðan tíma en í síðustu viku var tilboði liðsins upp á tæpar 68 milljónir punda hafnað.
Antony hefur undanfarnar tvær leikvikur verið skilin eftir utan leikmannahóps Ajax í leikjum liðsins í hollensku deildinni en leikmaðurinn hefur margoft ítrekað vilja sinn um að fara frá Ajax.
Talið er að samkomulag Antony við United um kaup og kjör verði ekki mikið vandamál, ef það er ekki nú þegar búið að ná því samkomulagi. Næstu klukkutímar fara í að ganga frá öllum smáatriðum og Antony ætti að verða tilkynntur sem nýr leikmaður Manchester United fyrir næstu helgi en félagaskiptin hafa nú þegar fengið „Here we go“ stimpilinn frá félagaskiptasérfræðinginum Fabrizio Romano.
Antony to Manchester United, here we go! Agreement in principle with Ajax, €100m fee. Contract until June 2027 with option until 2028. To be signed tomorrow. 🚨🔴🇧🇷 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2022
Contracts being prepared, it’s Eredivisie historical record fee — Antony will be in Manchester next week. pic.twitter.com/Wr9mUiX1Ud