Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 18:54 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að ef Hvassahraun verður útilokað þurfi að finna fýsilegan kost á ný. Vísir/Egill Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35