Átt þú framrúðuplástur? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:02 Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Auk þess var hún rétt rúmum 2% yfir gamla metinu sem sett var árið 2019. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Ef sú spá gengur eftir yrði slegið nýtt met í umferðarmagni. Við þurfum því að vera vakandi í umferðinni og leita allra leiða til að forðast tjón og draga úr afleiðingum þeirra ef þau eiga sér stað. Aukinni umferð fylgir aukin áhætta Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum. Til að minnka líkur á árekstri er mikilvægt að virða hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Mikilvægt er að ökutæki séu í góðu standi og vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Athyglin þarf einnig að vera í lagi svo hægt sé að bregðast við mismunandi aðstæðum. Það fer ekki saman að stýra ökutæki og vera í símanum, auk þess sem um ólöglegt athæfi er að ræða ef ekki er notaður handfrjáls búnaður. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Sama má segja um akstur undir áhrifum sem er lögbrot og það af góðri ástæðu. Umferðin er samstarfsverkefni og það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að stuðla að betri umferð. Mestu skiptir að allir komist heilir heim. En þó svo tjón á hlutum séu lítilvæg í samanburði við slys á fólki eru þau engu að síður hvimleið, kostnaðarsöm og geta sett strik í reikninginn. Komum í veg fyrir stærra tjón Öll viljum við forðast tjón. Við getum minnkað líkur á tjóni í umferðinni með því að vera ábyrgir ökumenn og vegfarendur því það eina sem við getum í raun stjórnað erum við sjálf. En það eru einnig til úrræði sem geta hjálpað okkur að koma í veg fyrir stærra tjón. Framrúðuplásturinn er slíkt úrræði. Nú hvá eflaust einhverjir og velta fyrir sér hvað í ósköpunum framrúðuplástur sé? Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á framrúður bíla. Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Þá er byrjað á að þrífa skemmdina með klút og því næst er plásturinn settur yfir. Í framhaldi þarf að fara með bílinn á rúðuverkstæði við fyrsta tækifæri til að athuga hvort hægt sé að gera við skemmdina. Af hverju ætti ég að nota framrúðuplástur? Sífellt fleiri láta gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út og er það ánægjuleg þróun. Ef settur er framrúðuplástur strax á skemmd í rúðu er líklegra að hægt sé að gera við rúðuna. Framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari en rúðuskipti, taka miklu skemmri tíma og eru 24.000 sinnum umhverfisvænni. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kíló af koldíoxíði (CO2 ) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Því er um mun umhverfisvænni kost að ræða. Einnig er erfiðara að nálgast varahluti í dag á róstursömum tímum. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að framrúðan er mikilvægur hluti af burðarvirki bílsins. Þegar skipta þarf um framrúðu þarf að gera það á tiltekinn hátt og gæta þess að nota réttu efnin þannig hún sitji rétt og tryggilega og gegni þannig hlutverki sínu sem hluti burðarvirkis og öryggishönnunar bílsins. Framrúðutjón setja strik í reikninginn Í grein eftir Hendrik Berndsen, formann bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, kemur fram að framrúðutjón vega þungt í rekstri bílaleiga. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur og hefur kostnaður aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Gagnrýnir hann þar m.a. verklag við slitlagsviðgerðir á vegum landsins og nefnir að fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hlaupi á milljörðum árlega. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Því eru margar góðar ástæður til að reyna að gera við framrúðu frekar en að skipta um. Ef viðgerð er möguleg verður rúðan sem ný og dýrmætur tími, fjárhæðir og útblástur sparast. Hvar fæ ég framrúðuplástur? Allir geta fengið ókeypis framrúðuplástur hjá tryggingafélögum, á rúðuverkstæðum og víðar. Gott er að hafa framrúðuplásturinn til taks í bílnum því við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á honum að halda. Sjóvá greiðir viðgerðina að fullu hjá sínum viðskiptavinum, þeir sleppa við eigin áhættu og missa ekki árlega endurgreiðslu vegna tjónleysis ef þeir eru í Stofni vildarþjónustu. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að fleiri láti á það reyna að gera við framrúður sem verða fyrir hnjaski frekar en að skipta þeim út því það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Umferðaröryggi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Auk þess var hún rétt rúmum 2% yfir gamla metinu sem sett var árið 2019. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Ef sú spá gengur eftir yrði slegið nýtt met í umferðarmagni. Við þurfum því að vera vakandi í umferðinni og leita allra leiða til að forðast tjón og draga úr afleiðingum þeirra ef þau eiga sér stað. Aukinni umferð fylgir aukin áhætta Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum. Til að minnka líkur á árekstri er mikilvægt að virða hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Mikilvægt er að ökutæki séu í góðu standi og vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Athyglin þarf einnig að vera í lagi svo hægt sé að bregðast við mismunandi aðstæðum. Það fer ekki saman að stýra ökutæki og vera í símanum, auk þess sem um ólöglegt athæfi er að ræða ef ekki er notaður handfrjáls búnaður. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Sama má segja um akstur undir áhrifum sem er lögbrot og það af góðri ástæðu. Umferðin er samstarfsverkefni og það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að stuðla að betri umferð. Mestu skiptir að allir komist heilir heim. En þó svo tjón á hlutum séu lítilvæg í samanburði við slys á fólki eru þau engu að síður hvimleið, kostnaðarsöm og geta sett strik í reikninginn. Komum í veg fyrir stærra tjón Öll viljum við forðast tjón. Við getum minnkað líkur á tjóni í umferðinni með því að vera ábyrgir ökumenn og vegfarendur því það eina sem við getum í raun stjórnað erum við sjálf. En það eru einnig til úrræði sem geta hjálpað okkur að koma í veg fyrir stærra tjón. Framrúðuplásturinn er slíkt úrræði. Nú hvá eflaust einhverjir og velta fyrir sér hvað í ósköpunum framrúðuplástur sé? Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á framrúður bíla. Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Þá er byrjað á að þrífa skemmdina með klút og því næst er plásturinn settur yfir. Í framhaldi þarf að fara með bílinn á rúðuverkstæði við fyrsta tækifæri til að athuga hvort hægt sé að gera við skemmdina. Af hverju ætti ég að nota framrúðuplástur? Sífellt fleiri láta gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út og er það ánægjuleg þróun. Ef settur er framrúðuplástur strax á skemmd í rúðu er líklegra að hægt sé að gera við rúðuna. Framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari en rúðuskipti, taka miklu skemmri tíma og eru 24.000 sinnum umhverfisvænni. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kíló af koldíoxíði (CO2 ) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Því er um mun umhverfisvænni kost að ræða. Einnig er erfiðara að nálgast varahluti í dag á róstursömum tímum. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að framrúðan er mikilvægur hluti af burðarvirki bílsins. Þegar skipta þarf um framrúðu þarf að gera það á tiltekinn hátt og gæta þess að nota réttu efnin þannig hún sitji rétt og tryggilega og gegni þannig hlutverki sínu sem hluti burðarvirkis og öryggishönnunar bílsins. Framrúðutjón setja strik í reikninginn Í grein eftir Hendrik Berndsen, formann bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, kemur fram að framrúðutjón vega þungt í rekstri bílaleiga. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur og hefur kostnaður aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Gagnrýnir hann þar m.a. verklag við slitlagsviðgerðir á vegum landsins og nefnir að fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hlaupi á milljörðum árlega. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Því eru margar góðar ástæður til að reyna að gera við framrúðu frekar en að skipta um. Ef viðgerð er möguleg verður rúðan sem ný og dýrmætur tími, fjárhæðir og útblástur sparast. Hvar fæ ég framrúðuplástur? Allir geta fengið ókeypis framrúðuplástur hjá tryggingafélögum, á rúðuverkstæðum og víðar. Gott er að hafa framrúðuplásturinn til taks í bílnum því við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á honum að halda. Sjóvá greiðir viðgerðina að fullu hjá sínum viðskiptavinum, þeir sleppa við eigin áhættu og missa ekki árlega endurgreiðslu vegna tjónleysis ef þeir eru í Stofni vildarþjónustu. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að fleiri láti á það reyna að gera við framrúður sem verða fyrir hnjaski frekar en að skipta þeim út því það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun