Arnar framlengir í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:00 Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking fram yfir tímabilið 2025. Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag. Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra! Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra!
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira