Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 15:59 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu. Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás. Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás.
Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir