Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 14:30 Cristiano Ronaldo virðist þurfa að gera sér að góðu að vera varamaður hjá liði sem spilar ekki í Meistaradeildinni. Getty/Kieran Cleeves Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira