Þetta kemur fram í tilkynningu frá UEFA þar sem segir að yfir 365 milljónir manna hafi horft á leiki á Evrópumótinu í sumar, þar sem Ísland var í hópi þeirra 16 liða sem tóku þátt.
Úrslitaleikur Englands og Þýskalands vakti sérstaka athygli en 50 milljónir manna horfðu á Englendinga tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn, með 2-1 sigri á heimavelli. Það er meira en þrefaldur sá fjöldi sem fylgdist með úrslitaleiknum í Hollandi árið 2017.
BBC bendir á að úrslitaleikurinn í ár hafi náð til 17,4 milljóna Breta og sé þar með það sjónvarpsefni sem hafi náð til flestra landsmanna það sem af er ári 2022.
Áhorfendamet var sett á Wembley á úrslitaleiknum þar sem 87.192 manns mættu og með því að alls mættu 574.875 áhorfendur á leiki á mótinu, þar af nokkur þúsund Íslendingar.