Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:01 Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk í leiknum gegn Ítalíu. Vísir/Vilhelm „Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd. Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01