Við ræðum einnig við Láru Þorsteinsdóttur sem hlaut á dögunum langþráða inngöngu í sagnfræðinám við Háskóla Íslands. Lára er með einhverfu og segir að samfélagið þurfi að treysta fólki með fötlun.
Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Við rifjum upp helstu augnablik og ræðum við fólkið sem kom að skipulagningu leiðtogafundarins í Höfða.
Þá heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sem vann í dag sinn síðasta dag sem sóttvarnalæknir, hittum Guðmund Felix og lækninn sem græddi á hann hendur auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá lúxushótelinu Deplum í Fljótum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.