Camilo var þriðja barn Che en alls átti hann fimm börn, þar af fjögur með móður Camilo, Aleida March Torres.
Camilo var aðeins fimm ára gamall þegar faðir hans var drepinn en Camilo reyndi allt sitt líf að skrásetja sögu föður síns, meðal annars með því að skoða skjöl og ljósmyndir sem voru í eigu Che þegar hann lést. Camilo rak minningarsetur um föður sinn í höfuðborg Kúbu, Havana.
Hann var alltaf á móti því að andlit föður hans væri notað í gróðaskyni en mynd af Che sem ljósmyndarinn Alberto Korda tók hefur verið prentuð á boli og annan varning í milljóna tali.
Camilo var búsettur á Kúbu en var í heimsókn í höfuðborg Venesúela, Karakas, þegar hann lést. Hann lætur eftir sig þrjár dætur.