„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:31 Jürgen Klopp kallar eftir því að reglum leiksins sé framfylgt svo að áhorfandinn þurfi ekki að horfa á boltann svo mikið úr leik. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt. „Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn