Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Atli Arason skrifar 1. september 2022 17:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum gegn Southampton á þriðjudag. Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn