Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:17 Hér má sjá Webster veifa flaggstönginni sem hann barði að lögreglumanninum áður en hann stökk yfir girðinguna og réðist á hann. AP/Metropolitan Police Department Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50