Nýliðarnir keyptu næstum því tvö byrjunarlið og slógu met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 14:31 Morgan Gibbs-White er einn af 21 leikmanni sem Nottingham Forest keypti í félagaskiptaglugganum sem var lokað í gær. Gibbs-White var keyptur dýrum dómi frá Wolves. getty/James Williamson Ekkert félag í ensku úrvalsdeildinni, og líklega í Evrópu, lét meira að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í sumar og Nottingham Forest. Alls fékk félagið 21 leikmann. Ekki mátti miklu muna að Forest hefði náð í tvö heil byrjunarlið en nýliðunum mistókst að fá Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Þrír leikmenn komu þó til Forest í gær: varnarmennirnir Willy Boly og Loïc Badé og kantmaðurinn Josh Bowler. Sá síðastnefndi var þó lánaður til Olympiacos út tímabilið. Eigandi gríska liðsins er Evangelos Marinakis sem er einnig eigandi Nottingham Forest. Nottingham Forest set a new Premier League record by signing 21 players this summer pic.twitter.com/goQJBqGH9E— GOAL (@goal) September 2, 2022 Aldrei hefur breskt félag fengið fleiri leikmenn í einum félagaskiptaglugga og Forest. Dundee United og Livingston frá Skotlandi deildu metinu en þau fengu bæði nítján leikmenn til sín í kringum aldamótin. Enska metið var í eigu Crystal Palace sem fékk þrettán leikmenn í sumarglugganum 2013. Fimm bættust svo við í janúar. Forest þurfti vissulega að styrkja sig enda yfirgáfu margir leikmenn liðið eftir síðasta tímabil. Nokkrir fóru á frjálsri sölu og fimm leikmenn sem voru á láni hjá Forest sneru aftur til sinna félaga. Leikmenn sem Nottingham Forest fékk í sumar Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Forest tapaði 6-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City á miðvikudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur Forest er gegn öðrum nýliðum, Bournemouth, á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að Forest hefði náð í tvö heil byrjunarlið en nýliðunum mistókst að fá Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Þrír leikmenn komu þó til Forest í gær: varnarmennirnir Willy Boly og Loïc Badé og kantmaðurinn Josh Bowler. Sá síðastnefndi var þó lánaður til Olympiacos út tímabilið. Eigandi gríska liðsins er Evangelos Marinakis sem er einnig eigandi Nottingham Forest. Nottingham Forest set a new Premier League record by signing 21 players this summer pic.twitter.com/goQJBqGH9E— GOAL (@goal) September 2, 2022 Aldrei hefur breskt félag fengið fleiri leikmenn í einum félagaskiptaglugga og Forest. Dundee United og Livingston frá Skotlandi deildu metinu en þau fengu bæði nítján leikmenn til sín í kringum aldamótin. Enska metið var í eigu Crystal Palace sem fékk þrettán leikmenn í sumarglugganum 2013. Fimm bættust svo við í janúar. Forest þurfti vissulega að styrkja sig enda yfirgáfu margir leikmenn liðið eftir síðasta tímabil. Nokkrir fóru á frjálsri sölu og fimm leikmenn sem voru á láni hjá Forest sneru aftur til sinna félaga. Leikmenn sem Nottingham Forest fékk í sumar Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Forest tapaði 6-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City á miðvikudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur Forest er gegn öðrum nýliðum, Bournemouth, á morgun.
Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni)
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn