Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum Jón Már Ferro skrifar 4. september 2022 20:52 Skagamenn réðu illa við Atla í kvöld. Vísir/Pawel Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. KR komst yfir á 14.mínútu með marki frá Aroni Kristófer Lárussyni. Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu frá hægri á nærstöngina, Sigurður Bjartur Hallsson skallaði boltann áfram fyrir markið þar sem Aron Kristófer setti boltann upp í þaknetið af stuttu færi. KR hafði átt nokkrar fyrirgjafir inn á teig Skagamanna áður en að markinu kom og verið hættulegri aðilinn. Rúmum tíu mínútum síðar bætti Sigurður Bjartur við öðru marki leiksins eftir klaufalegan varnarleik heimamanna. Beitir sparkaði boltanum frá marki sínu út á vinstri kantinn þar sem Theodór Elmar skallaði boltann inn fyrir á Sigurð Bjart sem lenti í kapphlaupi við Tobias Stagaard sem náði ekki að hreinsa boltann í burtu. Þegar Sigurður Bjartur komst einn á móti Árna Marinó, markverði Skagamanna, var hann kominn niður á hnén til að taka boltann upp, eitthvað hefur hinn hávaxni markmaður misreiknað hvar boltinn var. Eftirleikurinn því auðveldur fyrir Sigurð Bjart sem renndi boltanum í autt markið. Aðeins tveimur mínútum síðar var það Akureyringurinn hárfagri sem kláraði færi sitt vel. Stefán Árni setti boltann með jörðinni inn á teig heimamanna af vinstri kantinum, Atli Sigurjónsson tók boltann í fyrstu snertingu í miðjum teignum niður í hægra hornið með vinstri fæti. Skagamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Eyþór Wöhler skallaði fyrirgjöf Jóns Gísla í mark gestanna af stuttu færi. Jón Þór, þjálfari ÍA, var vitanlega ósáttur með frammistöðu sinna manna og gerði hvorki meira né minna en fjórfalda skiptingu á 38.mínútu. Það átti eftir að bera árangur vegna þess að rétt fyrir hálfleik lagaði Gísli Laxdal stöðuna fyrir sína menn. Theodór Elmar rann til úti á vinstri kanti á eigin vallarhelming. Kaj Leo rakti boltann upp kantinn, sendi boltann fyrir markið, með hægri fæti, með jörðinni, Eyþór átti skot af stuttu færi sem Beitir varði, boltinn barst til Gísla Laxdal sem skoraði auðveldlega í mark gestanna. Skagamenn ætluðu ekki að vera undir lengi í seinni hálfleik og skoruðu eftir aðeins tæpa mínútu. Benedikt Warén með frábæru skoti upp í vinkilinn hægra meginn. Gísli Laxdal tók snökkt innkast á vinstri kantinum upp að endalínu þar sem Eyþór Wöhler lagði boltann út í teiginn með fyrrnefndum afleiðingum. Það leið þó ekki að löngu þangað til KR-ingar endurheimtu forystu sína því að á 53.mínútu skoraði hárfagri Akureyringurinn, Atli aftur eftir laglegan undirbúning Kristins Jónssonar. Sá síðarnefndi fékk boltann úti á vinstri kantinum, átti flott samspil við Ægi Jarl, fékk boltann aftur vinstra meginn í teignum, skar boltann fyrir markið þar sem Atli kláraði færið vel. Frábær undirbúningur hjá bakverðinum sókndjarfa! Áttunda mark leiksins átti svo eftir að koma nokkrum mínútum síðar þegar Eyþór Wöhler bætti við öðru marki sínu. Eftir langt útspark Árna Marinó sóttu Skagamenn upp vinstri kantinn, Gísli Laxdal komst upp að endamörkum eftir að hafa skallað boltann framhjá varnarmönnum KR hægra meginn í vörn þeirra, sendi boltann fyrir markið þar sem Eyþór mætti og setti boltann framhjá Beiti í marki gestanna. Af hverju skildu liðin jöfn? Hvorugu liðinu tókst að ná tökum á leiknum. Skagamenn eiga hrós skilið fyrir að hafa komið til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Að sama skapi geta KR-ingar verið mjög ósáttir með að missa forystuna niður. Hverjir stóðu upp úr? Eyþór Wöhler var bestur í liði Skagamanna. Í liði gestanna var Atli Sigurjónsson mjög sprækur sem og Theodór Elmar. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að loka leiknum, sem að á endanum varð til þess að þeir töpuðu tveimur mikilvægum stigum. Hvað gerist næst? ÍA fer í háspennu leik við FH-inga í Kaplakrika. Á sama tíma tekur KR á móti Stjörnunni á Meistaravöllum. Leikirnir fara fram sunnudaginn 11.september klukkan 14:00. Rúnar Kristins: Vissum að þeir kæmu brjálaðir út í seinni hálfleik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir að hafa misst forystuna niður. „Þeir fá að minnka muninn 2-3 fyrir hálfleik sem var alls ekki gott, 0-3 eða 1-3 í hálfleik hefðum við getað klárað þetta á einfaldari hátt en við förum með bakið upp við vegg í hálfleikinn vitandi að þeir koma brjálaðir út.“ Mikið hefur verið um meiðsli í varnarlínu KR-inga og vildi Rúnar að meina að það gæti haft eitthvað að segja með þann óstöðuleika sem hefur einkennt hefur hans lið í sumar en vildi þó ekki skella allri skuldinni á meiðslin. „Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli bæði Arnór og Finnur Tómas missa ofboðslega mikið. Arnór meiðist aftur núna og við setjum Aron Kristófer í miðvörð sem hefur kannski ekki spilað það oft en hefur leyst það fyrir okkur.“ Kristinn Jóns: Alveg eins og fyrri leikurinn Kristinn Jónsson var stóískur í svörum eftir 8 marka leik uppi á Akranesi. Aðspurður hvort að leikurinn í kvöld hafi verið dramatískari en fyrri leikur liðanna sagði Kristinn að þeir hafi verið svipaðir. „Ég held hann hafi verið svipaður, bara alveg eins. Við byrjuðum hrikalega sterkt og síðan gefum við eftir, mér fannst þeir fá frekar ódýrt fyrsta mark og komast þannig á bragðið og láta bara kné fylgja kviði og jafna. Svo komumst við náttúrulega yfir aftur. Við hefðum átt að vera þéttari eftir það og klára leikinn.“ KR-ingar voru með leikinn svo sannarlega í sínum höndum í stöðunni 0-3 en missa það niður í 2-3 stöðu rétt fyrir hálfleik. Aðspurður um stemninguna inni í klefa í hálfleik svaraði hinn sókndjarfi bakvörður því á rólegan hátt. „Hún var náttúrulega fúl en fyrir leik hefðum við alltaf tekið því að vera yfir með einu marki í hálfleik. Reyndum svolítið að vinna þetta frá því, vorum náttúrulega að vinna leikinn, ætluðum að fara í seinni og klára hann.“ Miðað við fyrri hálfleikinn gat seinni hálfleikurinn varla orðið neitt annað en skemmtilegur. Það varð raunin þrátt fyrir að það hafi eðeins hægst á markaskorun. „Kannski ekki alveg sammála um að þetta hafi fjarað út í lokin. Við fáum tvo deddara bæði frá Kjartani og svo Ægi á síðustu 5 mínútum og hefðum getað klárað þetta þá. Jú alveg rétt það var ekki jafn mikið fjör í þessu eins og var í fyrri hálfleik eðlilega kannski.“ Kristinn er bjartsýnn á að Vesturbæingar verði í efri helming töflunnar þegar tvískipt verður deildinni. „Já ég held það, það eru tveir úrslitaleikir eftir og við verðum að fara í þá leiki og vinna þá til þess að vera í þessum efri sex.“ Að lokum vildi Kristinn meina að KR vanti stöðuleika. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst, við erum búnir að halda hreinu þrisvar af síðustu 6 leikjum og í hinum þremur höfum við verið hrikalega slakir varnarlega. Það vantar meiri stöðuleika í okkur og ró þegar við komumst yfir. Meiri ró bara almennt í leikjunum okkar. Halda betur stöðum og betra leikskipulag.“ Besta deild karla KR ÍA
Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. KR komst yfir á 14.mínútu með marki frá Aroni Kristófer Lárussyni. Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu frá hægri á nærstöngina, Sigurður Bjartur Hallsson skallaði boltann áfram fyrir markið þar sem Aron Kristófer setti boltann upp í þaknetið af stuttu færi. KR hafði átt nokkrar fyrirgjafir inn á teig Skagamanna áður en að markinu kom og verið hættulegri aðilinn. Rúmum tíu mínútum síðar bætti Sigurður Bjartur við öðru marki leiksins eftir klaufalegan varnarleik heimamanna. Beitir sparkaði boltanum frá marki sínu út á vinstri kantinn þar sem Theodór Elmar skallaði boltann inn fyrir á Sigurð Bjart sem lenti í kapphlaupi við Tobias Stagaard sem náði ekki að hreinsa boltann í burtu. Þegar Sigurður Bjartur komst einn á móti Árna Marinó, markverði Skagamanna, var hann kominn niður á hnén til að taka boltann upp, eitthvað hefur hinn hávaxni markmaður misreiknað hvar boltinn var. Eftirleikurinn því auðveldur fyrir Sigurð Bjart sem renndi boltanum í autt markið. Aðeins tveimur mínútum síðar var það Akureyringurinn hárfagri sem kláraði færi sitt vel. Stefán Árni setti boltann með jörðinni inn á teig heimamanna af vinstri kantinum, Atli Sigurjónsson tók boltann í fyrstu snertingu í miðjum teignum niður í hægra hornið með vinstri fæti. Skagamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Eyþór Wöhler skallaði fyrirgjöf Jóns Gísla í mark gestanna af stuttu færi. Jón Þór, þjálfari ÍA, var vitanlega ósáttur með frammistöðu sinna manna og gerði hvorki meira né minna en fjórfalda skiptingu á 38.mínútu. Það átti eftir að bera árangur vegna þess að rétt fyrir hálfleik lagaði Gísli Laxdal stöðuna fyrir sína menn. Theodór Elmar rann til úti á vinstri kanti á eigin vallarhelming. Kaj Leo rakti boltann upp kantinn, sendi boltann fyrir markið, með hægri fæti, með jörðinni, Eyþór átti skot af stuttu færi sem Beitir varði, boltinn barst til Gísla Laxdal sem skoraði auðveldlega í mark gestanna. Skagamenn ætluðu ekki að vera undir lengi í seinni hálfleik og skoruðu eftir aðeins tæpa mínútu. Benedikt Warén með frábæru skoti upp í vinkilinn hægra meginn. Gísli Laxdal tók snökkt innkast á vinstri kantinum upp að endalínu þar sem Eyþór Wöhler lagði boltann út í teiginn með fyrrnefndum afleiðingum. Það leið þó ekki að löngu þangað til KR-ingar endurheimtu forystu sína því að á 53.mínútu skoraði hárfagri Akureyringurinn, Atli aftur eftir laglegan undirbúning Kristins Jónssonar. Sá síðarnefndi fékk boltann úti á vinstri kantinum, átti flott samspil við Ægi Jarl, fékk boltann aftur vinstra meginn í teignum, skar boltann fyrir markið þar sem Atli kláraði færið vel. Frábær undirbúningur hjá bakverðinum sókndjarfa! Áttunda mark leiksins átti svo eftir að koma nokkrum mínútum síðar þegar Eyþór Wöhler bætti við öðru marki sínu. Eftir langt útspark Árna Marinó sóttu Skagamenn upp vinstri kantinn, Gísli Laxdal komst upp að endamörkum eftir að hafa skallað boltann framhjá varnarmönnum KR hægra meginn í vörn þeirra, sendi boltann fyrir markið þar sem Eyþór mætti og setti boltann framhjá Beiti í marki gestanna. Af hverju skildu liðin jöfn? Hvorugu liðinu tókst að ná tökum á leiknum. Skagamenn eiga hrós skilið fyrir að hafa komið til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Að sama skapi geta KR-ingar verið mjög ósáttir með að missa forystuna niður. Hverjir stóðu upp úr? Eyþór Wöhler var bestur í liði Skagamanna. Í liði gestanna var Atli Sigurjónsson mjög sprækur sem og Theodór Elmar. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að loka leiknum, sem að á endanum varð til þess að þeir töpuðu tveimur mikilvægum stigum. Hvað gerist næst? ÍA fer í háspennu leik við FH-inga í Kaplakrika. Á sama tíma tekur KR á móti Stjörnunni á Meistaravöllum. Leikirnir fara fram sunnudaginn 11.september klukkan 14:00. Rúnar Kristins: Vissum að þeir kæmu brjálaðir út í seinni hálfleik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir að hafa misst forystuna niður. „Þeir fá að minnka muninn 2-3 fyrir hálfleik sem var alls ekki gott, 0-3 eða 1-3 í hálfleik hefðum við getað klárað þetta á einfaldari hátt en við förum með bakið upp við vegg í hálfleikinn vitandi að þeir koma brjálaðir út.“ Mikið hefur verið um meiðsli í varnarlínu KR-inga og vildi Rúnar að meina að það gæti haft eitthvað að segja með þann óstöðuleika sem hefur einkennt hefur hans lið í sumar en vildi þó ekki skella allri skuldinni á meiðslin. „Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli bæði Arnór og Finnur Tómas missa ofboðslega mikið. Arnór meiðist aftur núna og við setjum Aron Kristófer í miðvörð sem hefur kannski ekki spilað það oft en hefur leyst það fyrir okkur.“ Kristinn Jóns: Alveg eins og fyrri leikurinn Kristinn Jónsson var stóískur í svörum eftir 8 marka leik uppi á Akranesi. Aðspurður hvort að leikurinn í kvöld hafi verið dramatískari en fyrri leikur liðanna sagði Kristinn að þeir hafi verið svipaðir. „Ég held hann hafi verið svipaður, bara alveg eins. Við byrjuðum hrikalega sterkt og síðan gefum við eftir, mér fannst þeir fá frekar ódýrt fyrsta mark og komast þannig á bragðið og láta bara kné fylgja kviði og jafna. Svo komumst við náttúrulega yfir aftur. Við hefðum átt að vera þéttari eftir það og klára leikinn.“ KR-ingar voru með leikinn svo sannarlega í sínum höndum í stöðunni 0-3 en missa það niður í 2-3 stöðu rétt fyrir hálfleik. Aðspurður um stemninguna inni í klefa í hálfleik svaraði hinn sókndjarfi bakvörður því á rólegan hátt. „Hún var náttúrulega fúl en fyrir leik hefðum við alltaf tekið því að vera yfir með einu marki í hálfleik. Reyndum svolítið að vinna þetta frá því, vorum náttúrulega að vinna leikinn, ætluðum að fara í seinni og klára hann.“ Miðað við fyrri hálfleikinn gat seinni hálfleikurinn varla orðið neitt annað en skemmtilegur. Það varð raunin þrátt fyrir að það hafi eðeins hægst á markaskorun. „Kannski ekki alveg sammála um að þetta hafi fjarað út í lokin. Við fáum tvo deddara bæði frá Kjartani og svo Ægi á síðustu 5 mínútum og hefðum getað klárað þetta þá. Jú alveg rétt það var ekki jafn mikið fjör í þessu eins og var í fyrri hálfleik eðlilega kannski.“ Kristinn er bjartsýnn á að Vesturbæingar verði í efri helming töflunnar þegar tvískipt verður deildinni. „Já ég held það, það eru tveir úrslitaleikir eftir og við verðum að fara í þá leiki og vinna þá til þess að vera í þessum efri sex.“ Að lokum vildi Kristinn meina að KR vanti stöðuleika. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst, við erum búnir að halda hreinu þrisvar af síðustu 6 leikjum og í hinum þremur höfum við verið hrikalega slakir varnarlega. Það vantar meiri stöðuleika í okkur og ró þegar við komumst yfir. Meiri ró bara almennt í leikjunum okkar. Halda betur stöðum og betra leikskipulag.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti