Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 23:00 Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren, en ekki Alpine eins og liðið hafði kynnt. Clive Mason/Getty Images Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið. Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso. Akstursíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso.
Akstursíþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira