Að ári liðnu - Efndir í umhverfismálum? Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 3. september 2022 12:01 Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar