Evrópumeistararnir mættu Austurríki í dag en liðin voru einnig saman í riðli á EM í sumar. Þá vann England 1-0 sigur en nú vann England 2-0 sigur þökk sé leikmönnum Manchester United. Alessia Russo skoraði fyrra markið og Nikita Parris tryggði sigurinn með öðru marki liðsins þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.
9 goals in 14 for @alessiarusso7 pic.twitter.com/OkXNTNXRfO
— Lionesses (@Lionesses) September 3, 2022
Lokatölur 2-0 og England endanlega búið að tryggja sér þátttökurétt á HM. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína í undankeppninni, skorað 70 mörk og ekki fengið neitt á sig.
Þýskaland - liðið sem England vann í úrslitaleik EM - tryggði sér einnig þátttökurétt á HM með sigri í Tyrklandi. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Þýskaland þrjú mörk og tryggði þar með fyrsta sæti H-riðils.
Ísland getur fylgt í fótspor Englands og Þýskalands með sigri eða jafntefli er liðið mætir Hollandi á þriðjudaginn kemur.