Riðlakeppnin er leikin víða um Evrópu en útsláttarkeppnin fer svo fram í Berlín síðar í mánuðinum.
Í Mílanóborg var stórleikur þar sem Giannis Antetokounmpo og félagar í Grikklandi voru í heimsókn hjá Ítölum. Heimamenn seldu sig dýrt en það dugði þó ekki til þar sem Grikkir unnu fjögurra stiga sigur, 85-81 og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Giannis var venju samkvæmt atkvæðamikill hjá Grikkjum með 25 stig og var stigahæsti leikmaður liðsins en Simone Fontecchio var stigahæstur Ítala með 26 stig.
GIANNIS POSTER FROM ALL ANGLES #EuroBasket pic.twitter.com/GEuNUWIm0O
— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 3, 2022
Stórstjörnurnar stóðu fyrir sínu í dag því Luka Doncic fór fyrir liði Slóvena í öruggum sigri á Ungverjalandi á meðan Nikola Jokic var frábær í sigri Serba á Tékkum í Prag en öll úrslit dagsins má sjá neðst í fréttinni.
Jokic has the difficulty settings on beginner. Basketball is too easy for him now!#EuroBasket x #BringTheNoise
— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 3, 2022
https://t.co/XA74Vl1szW pic.twitter.com/SuWuVQvRsE
12 magnificent battles. How d your team do? #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/lN9lhIjSYf
— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 3, 2022