Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttir. Vísir/ Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira