Carragher telur Liverpool þurfa að stokka verulega upp á miðsvæðinu og að Arthur sé ekki lausnin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 11:31 Jamie Carragher hefur tjáð sig um stöðu mála hjá Liverpool. Adam Davy/Getty Images Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur Sky Sports, telur sitt fyrrum félag þurfa að umturna miðsvæði liðsins á næstu 12 mánuðum. Þá hefur hann ekki mikla trú á Arthur sem kom nýverið á láni frá Juventus. Liverpool átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils og aðeins unnið tvo af fimm leikjum sínum til þessa. Miðja liðsins hefur sérstaklega verið til vandræða þar sem menn eru að glíma við meiðsli. Carragher telur að Liverpool þurfi að sækja unga og orkumikla leikmenn þegar fram líða stundir og að Arthur hafi bara verið fenginn inn því hann var á lausu. „Þetta minnir á það sem gerðist í miðri vörn liðsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá voru allir miðverðir liðsins meiddir og félagið sótti nokkra leikmenn á láni til að fylla upp í. Enginn þeirra var keyptur sumarið eftir heldur var Ibrahima Konaté sóttur.“ „Leikmaðurinn sem Liverpool vill er ekki laus núna og því var skynsamlegt að fá einhvern inn á láni,“ bætti Carragher við. „Allt stuðningsfólk er eins, það verður spennt er leikmaður er keyptur. Það er hins vegar tilgangslaust að kaupa leikmann sem maður þarf ekki. Liverpool þurfti framherja og keypti slíkan dýrum dómum. Liverpool vildi miðjumann en leikmaðurinn sem þeir vildu var ekki laus,“ sagði Carragher einnig. Þá tók sparkspekingurinn fram að Liverpool væri enn rólegt vegna stöðu mála en það væri ljóst að liðið þyrfti að hrista verulega upp í miðju sinni á næstu 12 mánuðum eða svo. Talið er að leikmaðurinn sem um er ræðir sé Jude Bellingham, 19 ára miðjumaður enska landsliðsins Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hann er samningsbundinn Dortmund til 2025 og metinn á 80 milljónir evra. Jude Bellingham, leikmaður Borussa Dortmund.Ulrik Pedersen/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Liverpool átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils og aðeins unnið tvo af fimm leikjum sínum til þessa. Miðja liðsins hefur sérstaklega verið til vandræða þar sem menn eru að glíma við meiðsli. Carragher telur að Liverpool þurfi að sækja unga og orkumikla leikmenn þegar fram líða stundir og að Arthur hafi bara verið fenginn inn því hann var á lausu. „Þetta minnir á það sem gerðist í miðri vörn liðsins fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá voru allir miðverðir liðsins meiddir og félagið sótti nokkra leikmenn á láni til að fylla upp í. Enginn þeirra var keyptur sumarið eftir heldur var Ibrahima Konaté sóttur.“ „Leikmaðurinn sem Liverpool vill er ekki laus núna og því var skynsamlegt að fá einhvern inn á láni,“ bætti Carragher við. „Allt stuðningsfólk er eins, það verður spennt er leikmaður er keyptur. Það er hins vegar tilgangslaust að kaupa leikmann sem maður þarf ekki. Liverpool þurfti framherja og keypti slíkan dýrum dómum. Liverpool vildi miðjumann en leikmaðurinn sem þeir vildu var ekki laus,“ sagði Carragher einnig. Þá tók sparkspekingurinn fram að Liverpool væri enn rólegt vegna stöðu mála en það væri ljóst að liðið þyrfti að hrista verulega upp í miðju sinni á næstu 12 mánuðum eða svo. Talið er að leikmaðurinn sem um er ræðir sé Jude Bellingham, 19 ára miðjumaður enska landsliðsins Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hann er samningsbundinn Dortmund til 2025 og metinn á 80 milljónir evra. Jude Bellingham, leikmaður Borussa Dortmund.Ulrik Pedersen/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira